Já það hlaut að koma að því að Íslendingur myndi spila með einhverju liði i battle of the Atlantic en það er enginn annar en Xzach aka Man Faye eins og hann kallar sig oft á tíðum þegar hann reynir á sig.

Menn furða sig kannski afhverju hann er í NA liðinu en ekki euro en ástæðan er einföld hann var svo heppinn að Zyd kom honum i samband við fyrirliða NA liðsins sem kom honum inn. Eins og margir vita var Zydoran í einu besta liði NA í gamla daga eða Flying Hellfish en hann er einmitt félagi xzach. Eftir alla þessa stanslausu rtcw spilun hlaut þetta að skila sér en nú taka við strangar æfingar þar sem allt er lagt í að ná minnst 3 leikjum á dag.

Zydoran hafði þetta að segja:
Ég hafði alltaf trú á stráknum, ég vissi að hann gæti þetta. Oft á tíðum var þetta erfitt og hann var við það að gefast upp, en með miklum stuðningi frá vinum og vandamönnum tókst honum að stíga stór skref í átt að velgengni. Til hamingju Xzach, ég vissi að þú gætir þetta, og þú átt þetta svo sannarlega skilið!

Xzach hafði þetta að segja:
Ég vil bara þakka Zydoran fyrir gríðarlegann stuðning, ég hefði ekki getað gert þetta án hans. Einnig vil ég þakka Worb fyrir að hjálpa mér að finna uppáhalds lagið mitt, Pokemon - Gotta Catch 'Em All, það hefur hjálpað mér mikið að hlusta á það á æfingum.

Ég hélt auðvitað að hann væri að grínast með lagið sem svo sá maður það greinilega þegar litið var inn á #Wolfenstein.is:

«22:57:24» {@xzach} [N]ow [P]laying ..: Pokemon - Gotta Catch 'Em All :..
Elvar