Núna eru í gangi svokallað “Fallcup” og þar er keppt í open cup sem allir meiga skrá sig, og svo eurocup sem er invite only, eða nokkurnveginn.
Sterkustu liðunum í evrópu er boðið að spila svo þessi aðeins lakari, þau spila um það að komast inn.
Lið í þessari keppni eru mjög sterk og mikil spenna er í gangi, ég ætla aðeins að tala um báðar keppnirnar.
Eurocup: Þarna eru lið eins og e*star sem allir þekkja með potter og darky í fararbroddi, svo er one4one sem er efst í clanbase ladder í augnablikinu. Svo eru þarna Bio, ins idle.ee sem flestir þekkja og fleiri frábær lið. Í a-riðli eru e*, one4one, bio, sI ,eSr, mirage og u96d. Þarna er estar að vinna, eins og flestir bjuggust við. Þeir hafa ekki tapað leik og aðeins tapað 2 roundum og one4one kemur fast á eftir í öðru sæti, ekki svo óvænt. Svo er Bio í neðsta sæti. Með engann sigur og hafa bara unnið 1 round.
Í B riðli eru: Gs sem eru frá finnlandi, mjög gott lið, svo eru ins, insAne, idle, sD, A+R, aD og epitaph. Þarna eru Gunslingers að taka þetta og hafa ekki tapað roundi !! svo koma A+R strax á eftir, ekki heldur búnir að tapa leik, en töpuðu 2 roundum. Hér er hægt að sjá stöðuna http://www.clanbase.com/rating.php?lid=1694

Svo ef ég fjalla stuttlega um open cup sem er aðeins stærri keppni, útaf því að hverjir sem er meiga skrá sig í hana.
Þarna eru 5 deildir og 8 riðlar í hverri deild.
Liðin í efstu deild þarna eru kannski aðeins lakari en liðin í eurocup. Þarna í efstudeild eru lið eins og xlo, nefastus, maYday,ironcross, k1ck, snYpe, SoF , kapow og mörg fleiri góð lið, ég vill sérstaklega benda á F riðil þarna, hann er sennilega mest spennandi af öllum, með 3 frábærum liðum [ALIS], nefastus og aurea.
Í annari deild eru einnig mörg lið sem íslenskir ET spilarar kannast við. Svo ég taki dæmi eru félagar okkar í SA ( searing arrows ) þarna og X sem má kalla hálf íslenkst \o/ þar spila Mephz og drown. X er að standa sig með einsdæmum, búnir að vinna þennan eina leik sinn sem þeir kepptu, og hinn var forfeit, en enga síður, þá eru þeir í öðru sæti í sínum riðli og eru ekki í léttum riðli, þeir eru með ilogik og gear, báðum góðum liðum. Svo er SA í B riðli, búnir að standa sig ágætlega, búnir að vinna 3 leiki og tapa 2 og til gamans má geta að þeir eru með Revenge í riðli, sem er mjög gott lið.
Ég held ég sleppi þriðjudeildini alveg, þar sem ég kannast ekkert við hana og hef lítið fylgst með henni, og ég fer bara beint í fjórðu deildina :)

Í henni er LuZ (mitt lið ) og við erum í group D.
Við erum í fyrsta sæti í þeim riðli, með 4 sigra og ekki búnir að tapa roundi :D Þetta gemgur vel hjá okkur, og margir hafa sagt við okkur, sem við höfum spilað við hafa sagt að við séum ekki í réttri deild. En við eigum einn leik eftir og við erum hvort sem er öruggir upp. í hinum riðlunum eru einnig lið sem eru ekki rétt staðsett, eins og vinaclan okkar sem við spilum mjög við Insomnia.et sem er nýtt clan með gömlum góðum members, eins og má nefna Zen ( sem er reyndar ný hættur í Insomnia og fór í K1ck ) en þeir eru mjög góðir og gætu alveg tekið fjórðu deildar titilinn.
Svo er þarna 5ta deildin eða hún heitir bara league ekkert númer, en hún er neðst. Ég veit heldur mjög lítið um hana.
En fyrirkomulagið í Open cup er þannig að efstu 3 liðin komast í playoffs, 3lið úr hverjum riðli, 8 riðlar, það gera 24 lið. Efsta liðið úr hverjum riðli er öruggt komið í 16 liða úrslit. En 2 sæti í þessum riðli keppir við 3ja sætið í næsta riðli í þessari útsláttarkeppni. Semsagt, það detta 8 lið út strax og þá er þetta komið í 16 liða úrslit.
Það verður spennandi að fylgjast með öllum þessum leikjum og margir af leikjunum í eurocup eru sýndir í ETTV.
hér er url á stöðu deildana í opencup http://www.clanbase.com/rating.php?lid=1608

Það getur verið að staða hefur eitthvað breyst þegar þessi grein verður samtþykkt en ég veit það bara ekki.
og bara gl SA og X :)

Kv -LuZ-Winole
-LuZ-Winole