Wolfenstein Enemy Territory er ókeypis leikur sem hægt er að sækja hér á huga. Hann er sjálfstætt framhald á Return to Castle Wolfenstein, og útvíkkar hina ágætu útfærslu á samvinnu sem kynnt var til sögunnar í RTCW. Það helsta sem bætist við er að leikmaður öðlast reynslu við að leysa verkefni og berjast.

Þessi frábæri nýji “fídus”, virðist fara svolítið öfugt í suma heldri kveikara, sem hafa vanist því að geta kíkt inn á server, hvenær sem er og sýnt yfirburði sína sem felast í skjótum viðbrögðum, góðu miði, og reynslu.

Þessum mönnum bregður heldur í brún við að koma inn á annað eða þriðja mapp í Wolf ET og komast að því að þeir lenda bara yfirleitt alltaf undir í dogfæt.

En þetta á sér eðlilegar skýringar. Leikurinn verðlaunar menn fyrir að afla sér reynslu með reynslustigum (XP) og veitir þeim hlunnindi í 4 stigum. Góður kveikari sem kemur inn á server með engin reynslustig, hann á bara ekki góða möguleika gegn leikmönnum sem hafa aflað sér 2-4ra punkta í “battle sensse” og “weapons skills” - það sem gerist er að reynsluleysinginn hittir verr og liggur betur fyrir skotum andstæðingsins, og það er allt saman byggt inn í leikinn.

Hvað er þá til ráða? Óþarfi er að örvænta og fara með skammaryrðum aftur í axjón kveik, það er bara að bíða eftir að herferðinni (campaign) ljúki (yfirleitt 3 borð), því þá byrja allir á núlli upp á nýtt. Og þá getur heldri kveikarinn aflað sér reynslu hratt, og stendur ekki höllum fæti gagnvart hinum. Þetta kerfi hvetur menn til að berjast af öllum mætti, kamp þýðir bara að þú dregst afturúr og leikurinn refsar þér.

En þá spyrja heldri kveikarar e.t.v., tekur því nokkuð að vera með nema í byrjun herferða? Ég persónulega nota þennan tíma til að gera tilraunir, prófa að spila eitthvað sem ég hef ekki náð árangri í, prófa eldvörpuna eða mortarinn :) - svo við byrjun næstu herferðar, þá er bara að grípa uppáhalds vopnið og hlaupa af stað.

Góða skemmtun heldri kveikarar.