Það er frekar oft sem ég er á server sem er fullur af núbbum sem eru annaðhvort að tk-a á fullu(óvart), eða eitthvað annað eins fáránlegt. Þessvegna datt mér í hug handbók um hegðunarreglur og ráð um hvernig á að fara eftir þeim.

1. Ekki stíga á flögg sem eru á jörðinni!
Það eru jarðsprengjur. Þær springa ekki fyrr en maður fer af þeim og þessvegna getur gáfaður engineer afpantað miðann til helvítis. Covert ops geta fundið mines með kíkinum, og þá eru allied flögg blá, en axis flögg rauð.

2. Ef þið teamkillið óvart, s.s. í miðri orrustu þar sem þið skjótið óvart gaur í bakið, eða gerið artillery á þá o.s.frv. ALLTAF að segja “sorry” (def. V,4,5). Flestir reyndari spilararnir eru nokkuð skilningsríkir, en ég vara ykkur við núbbum!
Þeir kvarta þótt þeir stígi á landmine. Ég teamkilla aldrei viljandi, nema þegar það eru sonna gaurar sem tk-a viljandi, þannig að ef einhver complainar mig eftir að ég tk-a hann óvart lýsi ég yfir persónulegu stríði á hann, og complaina hann þegar ég get!

3. ef þið eruð teamkillaðir, bíðið þá eftir að þið hafið áttað ykkur á öllum hlutum teamkillsins. “var þetta óvart”, “hvernig gerðist þetta”, “var þetta algjörlega heimskulegt”. Ef svarið við fyrsta var “nei”=complain. Þetta með númer 2 hjálpar bara með að finna út nr. 1. Ef svarið við nr. 3 var “já”, þá máttu gefa honum séns, en ef hann gerir þetta oft=complain.

4. Covert ops geta, eins og líklega allir vita, tekið föt af gaurum (*hóst*perrar*hóst*). Það fyrsta sem hægt er að gera er að kíkka á vopnið hans. M1 garand, k43 og fg42 eru frekar augljósar, sten ekki jafn en það er samt hægt að sjá hana. ef pistolin hans er silenced, er það mjög heimskulegt að hleypa honum framhjá! Covert ops geta nota alt. fire til þess að taka silencer af. Þessi trikk virka hinsvegar ekki ef þeir taka föt af öðrum covert ops. Þá getur maður beðið og séð hvort einhver hefur sagt “enemy in disguise”. Þá er líklegt að covert opsinn hafi tekið fötin af þeim gaur. Af löngu færi sér maður nöfnin á þeim sem eiga fötin, en þegar maður kemur nálæt sést ekkert nafn. Varúð! Stundum sjást nöfnin ekki á friendly gaurum! Þá bara ýta á team-chat eða all-chat takkann og útskýra að það hafi ekki verið neitt nafn. Field ops geta séð strax að þetta er óvinur ef þeir eru með 4 í signals.

Þetta er allt sem ég man í augnablikinu. Ef einhverjir fleiri hafa eitthvað að bæta við þetta, “be my guest”!
vona að þetta lækki núbbaprósentuna ;)
Shounin