Fyrir þá sem ekki vissu af því þá er komið nýtt mapp fyrir Wolfenstein: Enemy Territory og það heitir Rhine (Rhine bridge).

Ég er búinn að skoða þetta borð dálítið og það lítur mjög vel út, með bunkers trenches, towers, tunnels, stórri brú og skemmtilegu umhverfi. Ég ætla ekki að sóa tíma mínum í það að lýsa því fyrir ykkur heldur ætla ég bara að fá ykkur til að prófa það/skoða það sjáfir.

Mappinu fylgir campaign sem er alveg eins og “Central Europe” campaign'ið nema að þetta borð (Rhine) fer í stað Railgun mappsins sem er ábyggilega hataðasta mappið (þótt sumir fýli það) sem er frábært semsagt mapcycle'ið væri þá: [Radar]->[Rhine]->[FuelDump].

Nú er bara að fá það á server!

Langbest væri ef allir myndu downloada mappinu, skoða mappið og svara svo þessarri grein um hvort þeir myndu vilja prófa það a server. (skipta út fyrir Railgun)

Þið getið sótt mappið hér á huga: http://static.hugi.is/games/rtcw-et/maps/rhine2.pk3 (to hell with clickable links!)

Endilega segið mér og öllum öðrum hvað ykkur finnst um mappið og hvort þið viljið láta það koma í stað Railgun á server. (tímabundið jafnvel) svo skal ég tala við Smegma um að setja það á server ;)

Kveðja Cyrax/Ari