Enemy Territory Enemy Territory er firsti aukappakkinn fyrir RTCW sem margir eru ánægðir með en aðrir eru ekki mjög ánægðir og spila bara RTCW.
Þrátt fyrir það þá er þetta flottur og skemtilegur leikur sem að allir ættu að spila. Og það er margt í boði í þessum leik, en samt þá er vandinn með limbo menuinn.. margir geta alls ekki farið í lið eða valið aðrar byssur og það er frekar leiðinlegt, þannig að ég ætla að fara yfir það.
Það sem þú gerir er að þú ýtir á Limbo Menu takann Default: L og velur fána sem eru liðin. Þegar þú ert búinn að velja lið þá geturu valið Class sem eru með svona merki: Hjálmur=Soldier, Sjúkraplús=Medic, Skiptilykill=Engineer, Skot=Field Ops og Mið=Covert Ops. Núna geturu valið byssu það er svona mynd af byssu sem þú ert með, það stendur 1of3 eða einhvað álíka í hægri horninu niðri, ef að það er 1of1 þá er bara ein byssa hjá þessum class en ef að það er 1of2 þá eru 2 byssur hjá classinum. Til að velja aðra byssu ýtiru og helduru músartakkanum yfir myndina og velur byssu.

Þar sem að sumir eru ruglaðir hvað sum class gera þá er mun koma smá info um þau öll.

Classes:

Soldier
Soldiers eru mjög mikilvægir til að geta unnið því að þetta eru gaurar með heavy weapons eins og Mortar, Panzerfaust, Mobile MG42 og Flamethrower. Ef að þú værir ekki með Soldiers í liðinu þínu þá væriru eiginlega búinn að tapa og auðvitað í Map Testinu þá er best að hafa Panzer til að skjóta á skriðdrekann.

Medic
Medics eru frekar notalegir því að ef maður er allveg að drepast þá getur maðr beðið um medic og þá færðu Medpack sem gefur þér 20 hp hver pakkinn, síðan þá lækna þeir þig með eina sprautu ef þú ert særður. En því miður þá er ammo birgðin ekki nóg þegar þú ert Private því að þá ertu bara með ammo í byssunni en í skammbyssunni þá ertu með nóg til að geta vernt þig, og Medics ættu að halda sig frá bardögum eða bara fara bakvið stein, tré eða eikkað og þegar eikker særist þá bara hlaupa með sprautuna.

Engineer
Engineers eru pottþétt mikilvægir því að þeir defusa TNT/mines, laga byssur/skriðdrekann í maptestinu, býr til brýr/byssur/fleira og planta TNT/mines. Það virkar ekki að hafa engann engineer og síðan eru þeir með 2 byssur, Thompson/MP40 og Garand/K43. Allir þekkja Thompson og MP40 en Garandinn og K43 þekkja ekki margir því að hann er nýr, síðan er hann flottur og góður. Hann tekur mikið damage og m.a. þá getur hann skotið grenades, lest um það á eftir.

Field Ops
Þið þekkið þetta nafn ekki. Þetta hét Lieutenant í RTCW og því var breitt í Field Ops, og ég held að það sé útaf þvi að mar getur ekki heitið 'Leutenant Somename [Lieutenant]' þegar miðið er farið yfir mann.
Þessir gaurar eru mjög skemmtilegir.. ef að þú klárar ammo þá bíðuru um ammo og einn Field Ops kemur og gefur þér nema að þú ert FdOp þá geturu farið í felur og fengið ammo. Og þá er það Airstrike >:) það er bara snilld, þú getur gert tvennt.. tekið upp svona ‘Grenade’ sem þú kastar og það kemur reykur úr því og það sprengir stórt svæði eða að ú takir upp kíkirinn ‘B’ eða scrolla, miða og ýta á skottakkann og það kemur ein og ein sprenging í einu.

Special Ops
Þetta er það allra nýjasta í RTCW sem gerir þennann leik frekar skemmtilegann. Þessi gaur getur fengið 3 byssur, Sten og síðan 2 sniperar FG42 og M1 Garand/K43 síðan er skammbyssa með silencer sem er rekar notalegt.
Það allra besta þá getur hann skipt föt við óvin þegar hann er dauður, en það er einn vandi að það væri skrítið að sjá Engineer með sniper. Það er hægt að henda smoke grenade og fela síg inní eða nota það til að stela föt án þess að eikker viti, síðan er hægt að nota Satchel sem er hægt að sprengja með fjarstýringu.

Það sem er líka breitt í Enemy Territory að það er ekki score heldur XP Experience síðan eftir því að hve mikið experience þú færð þá færðu skills.. t.d. ef þú mundir drepa kannski 10 eða fleiri þá færðu Level 1 í Small Arms
Það eru 2 XP sem eru í öllum classes og þau tvö eru Battle Sense Skills og Small Arm Skills það eru alltaf 3 XP hjá öllum.
Hjá Soldiers þá er það Heavy Weapons Skills, Battle Sense Skills og Small Arm Skills.
Hjá Medic er það First Aid Skills, Battle Sense Skills og Small Arm Skills.
Hjá Engineer er það Engineering Skills, Battle Sense Skills og Small Arm Skills.
Hjá Field Ops er það Signal Skills, Battle Sense Skills og Small Arm Skills.
Hjá Special Ops er það Covert Ops Skills, Battle Sense Skills og Small Arm Skills.

Það er hægt að fá Dual Pistols ef þú nærð Level 4 í Small Arms.

Vopnin eru mjög skemtileg tól. Það væri nú mjög erfitt að vera í stríði án vopn.
Það eru komnar nokkrar nýjar byssur í leikinn núna og þau eru frekar neat en ég mun samt nefna öll vopnin ásamt ‘comment’ :)

Knife
Hnífurinn er mjög skemtilegt fyribæri. Það er skemtilegt að fara í knifefight og elta óvini langa leið bara til að hnífa hann.. í ET þá stingur hnífurinn mjög hratt, kannski of hratt en það stöðvar ekki manni að skemta sér.

Grenade
Handsprengjan er það sem er notað oftast, því að allir classarnir eru með allavega eina. Ef að það er óvinur nálægt þá er gott að halda attack takkanum inni þá heirist klikk, þegar að 3 klikk heirast þá bíðuru eftir fjórða klikkið og sleppur strax og þú heirir fjórða klikkið, þá springur það fljótar og gæti drepið óvinin en passa þig að sprengja ekki sjálfan þig.

Smoke Grenade
Þetta er ótrúlegt! Þú getur hent smoke eikkerstaðar þar sem MG45 miðar og bjargað liðsmönnum þínum þannig. Síðan er líka hægt að nota þetta til að fela sig og til þess að stela föt, það væri flott að sjá Axis fara inn í reyk og sjá Allied koma út :) Airstrike
Þetta nota sumir bara stundum, en samt þá nota ég þetta aftur og aftur því að þetta er það sem allir flýja. Eina sem þú getur gert þegar eitt svona er nálægt þér er að biðja til guðs og vona að þetta stefni ekki að þér.

Artillery
Þetta er nú bara eins og Airstrike nema að þetta er nú bara ein og ein sprengja í einu og maður notar kíkirinn sem er frekar gott.. því að þá getur maður verið í fjarlægð.

Satchel
Þetta er ekki mjög gott en þetta getur drepið nokkra gaura og stútað brýr og annað. Þú getur samt ekki sett þetta á götu og hlupið marga kílómetra í burtu og sprengt.. þú getur séð á fjarstýringunni svona mælir sem mælir hve langt þú ert frá sprengjunni, ef þú ert of langt í burtu þá fer það í rauða svæðið og það kviknar rautt ljós þarna til hliðar en samt þá ef þú getur notað þetta þá er það gott ;)

Binoculars
Kíkirinn er ótrúlega notalegur, ég nota hann alltaf þegar ég er langt í burtu og er með Thompson/MP40 til að geta séð hvað ég er að skjóta á, síðan getur Field Ops pantað svona artillery til að sprengja svæðið einnig las ég að Special Ops gat fundið mines með kíkirinn en ég veit ekki hvort að hann geti það.

Mine
Mines er mjög gott shit, eina sem þú gerir er að planta það á góðum stöðum og þegar þú ert búinn að planta þá kemur flagg með M á því og það er greinilegt að það þýðir Mine þannig að haldið ykkur fjarri mines eða stökkva yfir.
Þeir sem sjá ekki mines eiga að láta annaðhvort engineer fara rólega yfir eða eikkern annann til þess að þeir stígi á þær og til að þær sýni sig, en ef að mar fer af þá springur hún en ef að mar verður kjurr oná henni þá er hún bara þarna og gerir ekkert.

Colt
Coltinn er oft notaður í fjarlægt til að hitta betur en hann er ekki það góður í nálægð en samt þá dugar hann. Síðan hjá Spec Ops þá er silencer á honum.

Luger
Lugerinn er nákvæmlega eins og coltinn nema að hann lítur öðruvísi út. Líka með silencer hjá Spec Ops.

Thompson
Thompsoninn er mjög góður og það sem þú getur gert er að charga á fullu með honum og skrifað ‘meet my litle friend’ eða var setningin ekki svona?
En samt þá er þetta my fav gun, Thompson er mjög kröftug en samt frekar hæg en ég mæli með henni.

MP40
Þessi er allveg brilluð, hún er álíka Thompson en þessi er ekki eins kröftug en hún er fljótari og með 2 ammoum fleiri í hverju klippi. MP40 er mjög oft notuð því að hún er í öllum Clössum.

Sten
Þetta er mjög notaleg byssa.. nema að hún ofhitnar. Það er Garand
Þessi byssa er ótrúlega kröftug og síðan er hægt að setja grenade á hana og skjóta henni þokkalega langt.
Verst er að Engineers eru einu classarnir með þessa byssu.

K43
Þessi byssa er bara Garand, dekkri og með axis handsprengju í.

M1 Garand
Þetta er Garandinn en bara ekki með grenade launcher heldur silencer og síðan er kíkir sem er hægt að zooma með.
Þessi byssa getur líka verið góð í návígði því að hún skítur hratt og hún er með mið, ekki eins og í mörgum leikjum þar sem það er enginn mið.

K43
Þú þarf eiginlega bara að lesa M1 Garand til að fatta þessa byssu en samt þá virkar það ekki vel að báðar byssurnar hafa sömu nöfn.

FG42
Þetta er ekki það góður sniper en hann er frekar góður í nálægð en hann er ekki það öflugur þannig að þegar mar er með hann í scopeinum þá er ekki hægt að zooma né drepa á 2-3 skotum heldur eikker 5+

Panzerfaust
Þetta er eitt mest pirraðasta vopnið í leiknum, samt skemtilegt þegar mar er sjálfur með hann þá er maður allveg að sprengja allt á fullu.
***WARNING*** Passið ykkur á að skjóta ekki vini ykkar og ekki vera fyrir öðrum Panzerfaust's ***WARNING***

Flamethrower
Þetta er vopn er ekki oft notað.. þetta er eitt af topp vopnunum mínum. Flametrowerinn er góður til að setja allt á bál og líka til að rusha án þess að það sé séð þig með því að vera bakvið eldvegg(FireWall) :D

Mobile MG42
Sumir nota þetta, sumir fatta ekki að þú getur plantað byssuna.. þú pronar(crouch síðan ýta 2 hratt áfram.)
Þetta er gott til að útiloka útganga og til að vernda sína liðsmenn.

Morter
Þetta er algjör nýjung.. mæli samt ekki með að nýliðar noti þetta, nema að þeir ætla að nota þetta í clani eða eikkerju.
***WARNING*** Ekki nota 90 því að það er 90° og það er beint upp. ***WARNING***



Síður:
Hér er gott að fá The All-Seeing Eye til að finna servera fyrir ET og aðra leiki.
http://www.udpsoft.com/eye/

Þetta er official síða RTCW og þar er hægt að finna ET.
http://games.activision.com/games/wolfenstein/

Hérna geturu dl'að RTCW: ET.
Windows: http://static.hugi.is/games/demos/wolf_et_test.exe
Lin ux: http://static.hugi.is/games/demos/et-linux-test-2.32.x8 6.run

IRC [ IrcNet : #Wolfenstein.is ]

Kveðja Bloodsound
Cosplay, the only thing that makes sense.