Vika 1 endaði í gær og leikirnir 6 enduðu svona:

Locked on Target vs Nameless
LoT 3-2

Deathtouch vs Darkside
dT 3-2

Team Saint vs Liquid
Lqd 3-1

Warped Sanity red vs Global assault team
-GAT- 3-0

LAW vs NARF
3-0 Narf

Team Uprise vs The Flying Hellfish
[FH] 3-1

Þar voru dT vs Darkside og Locked on Target vs Nameless tveir mjög close leikir, og dT unnu Darkside á síðustu sekúndunum þegar staðan var 2-2

Síðan vann Flying Hellfish Uprise frekar vel, sem margir héldu að mundi ekki gerast.

Nú eru aðeins 6 lið eftir, og munu þau spila á fimmtudaginn til að reyna að komast einu skrefi nær að vinna cal main, erfiðustu rtcw deild heims í augnablikinu.
Lekir næstu viku eru spilaðir á Base og eru leikirnir 3:


Deathtouch(6-3) vs Locked on Target(8-1)
Deathtouch komu á óvart með að vinna Darkside á fimmtudaginn, meðan locked on target sem flestir héldu að mundu vinna nameless 3-0 unnu bara 3-2. Ég held að bæði liðin muni æfa mikið fyrir þennan leik (eins og öll liðin :P) og ég held að á endanum muni Deathtouch vinna og komast áfram í viku 3.
3-1 Deathtouch

The Flying Hellfish(8-1) vs NARF(9-0)
Flying Hellfish unnu Team uprise 3-1, í leik sem margir héldu að uprise mundi taka 3-0, og fólk tekur venjulega ekkert eftir FH, þó að þeir séu nú 8-1 í main og hafa aðeins tapað á móti NARF.
Narf lana samt fyrir hvern leik, og munu því taka þetta.
3-2 NARF

Global Assault Team(5-3) vs Liquid(5-4)
Global Assault team vann frekar slakt Warped Sanity red lið 3-0, á meðan Liquid vann Team Saint 3-1 sem kom sumum á óvart. Ég ætla að segja að Liquid vinni þetta bara af því að mér finnst þeir vera sterkari en GAT eftir að hafa scrimmað bæði liðin síðustu vikur.
3-1 LQD

–Zydoran[FH]