Veistu hvað tölvan þín er að gera þegar þú lest þetta?
Hún er væntanlega að keyra iexplore.exe, mozille.exe eða opera.exe.
En hvað annað er hún að gera? Er hún hægari en kú á svelli?
Kannski ættir þú að íhuga að kíkja nánar á tölvuna og það sem hún er að framkvæma bakvið tjöldin.
Það sérðu til dæmis með Task Manager, en til eru betri og nákvæmari forrit.

Hið fyrra er Wintasks 4.

Ég er að nota 4.45 en ný útgáfa gæti verið komin út.
Þetta forrit er búið til af <a href="http://www.liutilities.com/“>UniBlue Systems LTD (LIUtilities)</a> og mæli ég með því að fólk skoði heimasíðuna þeirra þar eð hún inniheldur ýmsar gagnlegar upplýsingar.

Eftir smá vafr fann ég <a href=”http://www.liutilities.com/products/wintaskspro/processlibrary">þessa</a> síðu, en hún inniheldur upplýsingar um þá þræði sem eru að keyra á tölvunni þinni.


En hvað gerir þetta forrit þá?

Þetta forrit er ekkert annað en ofvaxinn og kröftugur Task Manager.
Hvað getur þú gert með Task Manager?
* Skoðað processa
* Séð örgjörva og minnisnotkun á þeim öllum
* Séð línurit yfir notkun á örgjörva og minni
* Drepið processa
* Séð hversu lengi þeir hafa verið í gangi

Er þetta ekki alveg nóg?

Það fannst mér allavega þar til ég prufaði wintasks.
Það sem það getur gert aukalega:
* Séð modulana(.dll) sem hvert forrit er að nota.
* Auðveldlega ákveðið hvaða forrit skulu ræst við ræsingu stýrikerfis.
* Nákvæma lýsingu á þekktum processum.
* Séð hvaða glugga hvaða process er með opinn.
* Fengið línurit allt að 24 tíma aftur í tímann, þar sem hægt er að fá sér línurit fyrir hvert forrit og borið saman við heildarnotkun.
* Einfalt scripting feature(sem ég kem með dæmi um seinna).
* Logging feature, sem sýnir hvaða forrit voru keyrð eða drepin á ákveðnu tímabili.
* Nákvæmt path að öllum forritum sem eru keyrð.
* Möguleiki á að setja inn aukalegar upplýsingar við hvert forrit.

Það fyrsta sem ég sá voru nákvæmar lýsingar á forritum.
<img src="http://kasmir.hugi.is/kasmir/umsjon/synamynd.php3?uname=izelord&myndnafn=wintasks1.jpg“>
-
Forritið lýtur svona út:
<img src=”http://kasmir.hugi.is/kasmir/umsjon/synamynd.php3?uname=izelord&myndnafn=wintasks6.jpg">

Það er auðvelt að skoða aukalegar upplýsingar, sem birtast í stay-on-top-of-wintasks gluggum, með því að ýta á takkana í view stikunni.
-
Autostart gefur þér upplýsingar um þau forrit sem ræsast við ræsingu stýrikerfis. Þar getur þú einnig sett inn önnur forrit að vild eða eytt öðrum ræsingum.
-
Description opnar aukastiku neðst niðri, eins og þessa sem þið sjáið á myndinni hér að ofan. Þar getur þú svo sett inn aukalegar upplýsingar að vild.
-
Windows þetta sýnir lista yfir glugga sem hver process er með í gangi. Listinn breytist eftir því hvaða process þú velur á aðalvalmyndinni.
<img src="http://kasmir.hugi.is/kasmir/umsjon/synamynd.php3?uname=izelord&myndnafn=wintasks5.jpg">
-
Modules sýnir upplýsingar um hvaða modula hvert process er að nota.
<img src="http://kasmir.hugi.is/kasmir/umsjon/synamynd.php3?uname=izelord&myndnafn=wintasks4.jpg">
-
Statistics er svo uppáhaldið mitt í þessu forriti. Áður fyrr, ef þú lentir í óeðlilegri CPU notkun, þá þurftir þú alltaf að opna taskmanager, raða processum eftir cpu notkun og fylgjast grannt með uppröðuninni. Ef þetta voru svo einhverjir kippir, þá gast þú misst af forritinu. Þetta olli mér oft miklum pirringi og tímaeyðslu í að leita að því forriti sem var að valda þessu álagi.
Með wintasks er þetta orðið svo miklu auðveldara, eins og hægt er að sjá á myndinni. Wintasks getur gefið þér aukalegt línurit fyrir hvern process fyrir sig, og þú getur auðveldlega borið línuritið saman við heildarálag.
<img src="http://kasmir.hugi.is/kasmir/umsjon/synamynd.php3?uname=izelord&myndnafn=wintasks3.jpg">
-
Scripting er nokkuð nett feature sem ég þó ekki hef nýtt mér. Þarna getur þú bannað keyrslu á forritum, slökkt á ákveðnum þráðum við ræsingu screensavers, slökkt á forritum sem fara yfir ákveðinn resourceþröskuld og óendanlega margt fleira.
Dæmi:
__

If process_files contains “notepad.exe” and not process_files contains “calc.exe” then
Start “calc.exe”
Else
If process_file = “calc.exe” and not process_files contains “notepad.exe” then
Stop
Endif

Endif
__
Þetta litla script gerir það að verkum að reiknivélin fer í gang ef notepad er notaður, og slekkur á henni ef notepad er ekki notaður.
-
Logging sýnir svo notkun á forritum í tölvunni.
<img src="http://kasmir.hugi.is/kasmir/umsjon/synamynd.php3?uname=izelord&myndnafn=wintasks2.jpg">
Hérna t.d. opna ég task manager, og opna og loka mozilla tvisvar.
-

Er þetta forrit þá alveg gallalaust?!
Ónei, því miður ekki.
Það er einn galli, og hann er upp á sirka 2840 kr.
Þetta forrit er nefnilega ekki ókeypis, þó hægt sé að fá 15 daga prufuútgáfu.


Og þessvegna býð ég til sögunnar hitt forritið, Process Viewer
Þetta er miklu einfaldara forrit, getur ekki gert nándar nærri jafn sniðuga hluti og wintasks, en er þó ókeypis og þó mun betri en TaskManager.
Það lítur svona út:
<img src="http://kasmir.hugi.is/kasmir/umsjon/synamynd.php3?uname=izelord&myndnafn=processv1.jpg">
Þarna er einnig hálfgerð view stika eins og í WinTasks. Þú getur fengið nákvæmar upplýsingar um hvert forrit fyrir sig,
Til dæmis version info til að geta fundið höfunda eða tilgang forritsins.
<img src="http://kasmir.hugi.is/kasmir/umsjon/synamynd.php3?uname=izelord&myndnafn=processv2.jpg">
Process tree, sem sýnir hvaða forrit ræstu hvaða forrit.
<img src="http://kasmir.hugi.is/kasmir/umsjon/synamynd.php3?uname=izelord&myndnafn=processv3.jpg">
Memory info, en það sýnir þér upp á hár hvað forritin eru að vesenast í minninu hjá þér.
<img src="http://kasmir.hugi.is/kasmir/umsjon/synamynd.php3?uname=izelord&myndnafn=processv4.jpg“>
Þetta fría forrit er búið til af <a href=”http://www.symantec.com“>Symantec</a>, sem eru einna hvað þekktastir fyrir Norton vörurnar sínar.
Hægt er að finna forritið á skráarsafninu <a href=”http://files.1337.is“>files.1337.is</a> en beint url er <a href=”http://files.1337.is/forrit/process%20viewer.zip">hér</a>.

Vona að þetta hjálpi sumum að koma tölvum sínum í gott horf.


izelord.
Það besta sem guð hefur skapað er nýr dagur.