Hér er dæmi um mjög einfalda aðgerð í Windows 2000 til að láta Windows Explorer byrja á öðrum stað en í My Documents þegar hann er ræstur.

Búðu til shortcut á desktopinu sem vísar á Windows Explorer,
Hægri smelltu á desktopið, farðu í ‘New’ og veldu ‘Shortcut’ þar,
smelltu á ‘Browse’ og farðu þar inní WINNT möppuna sem ætti að vera á C drifinu og þar veluru explorer.exe og smellir svo á ‘OK’.

Núna þarftu að hægrismella á shortcutið sem þú bjóst til og velja ‘Properties’ og þar ættiru að sjá eftirfarandi:

“Target: C:\WINNT\explorer.exe”

Breyttu C:\WINNT\explorer.exe í C:\WINNT\explorer.exe /E,C:\
og smelltu á ‘OK’.

Núna þegar þú ræsir Windows Explorer byrjaru á rótinni á C drifinu en ekki í My Documents. :)