Sælir snillingar.

Ég er í bölvuði veseni hérna, kannski getið þið hjálpað mér.

Málið er að ég er með Lappa(með netkorti), Venjulega tölvu(með netkorti), utaná liggjandi ADSL, 5 porta switch(NETGEAR fs105) og prentara. Í stuttu máli þá vil ég tengja þetta allt saman.

Ég vil semsagt get notað ADSL og prentarann með báðum tölvunum og ég vil geta sent gögn á milli lappans og borðtölvunnar. Ég veit það eru margir þarna úti sem kannast við svipuð mál svo það hlýtur einhver að geta hjálpað mér.

Eins og er þá er ADSL-ið tengt í port 5 sem á víst að vera eitthvað svona aðalport(eða er ég að rugla?). Síðan er hægt að tengja borðtölvuna við eitthvað af hinum portunum og þá virkar ADSL-ið. Tengingin er reyndar svo VPN sem ég setti ekki sjálfur upp og veit ekki mikið um. En ef ég tengi lapann síðan í eitthvað port þá gerist voðalega lítið. Í raun hef ég ekki hugmynd um hvernig ég á að tengja lappann við þetta allt saman.

Getiði hjálpað mér?
Er eitthvað sem ég sagði óljóst?

Takk
Mac<br><br>

<p><a href="http://maggi.hamstur.is“><img src=”http://maggi.hamstur.is/banner.jpg“ border=”0" /></a><p