Nú er ég í þeirri ömurlegu stöðu að það virkar ekki hjá mér að dánlóda, þegar ég ýti á link kemur ekki upp hinn svokallaði “file download dialog box” þar sem maður ætti að geta valið hvort maður vilji save-a eða bara opna. Af þessum ástæðum get ég ekki dánlódað file-um því það er líka ekki hægt að ýta á “Save target as”. Ég er í miklum bobba og ég myndi meta það mikils ef einhver gæti hjálpað mér.

Upplýsingar um tölvu:
Os: Win XP Pro með Internet Explorer 6
og adsl. Athugið að þetta er ekki service providernum að kenna því bróðir minn deilir með mér tengingu og allt gengur vel hjá honum, þetta getur varla verið internet options þar sem ég bar það saman við internet options hjá bróðir mínum.

P.s. ég myndi ná í file downloader (mozilla ofl) en til þess þarf ég að downloada honum :)

kveðja,
supernova<br><br>_____________________________
“It´s better to be pissed off than to be pissed on …”
_____________________________