Hefur einhver ykkar lent í því að vera með Internet sharing á milli tveggja XP tölva, sem lýsir sér þannig að aðeins er hægt að komast á eina heimasíðu?

Vinur minn er með tvær XP(pro) tölvur sem tengjast í gegnum HUB. Fyrri tölvan tengist Internetinu í gegnum utanáliggjandi ADSL módem (ekki router), og sú síðari tengist þeirri fyrri með Internet sharing.
Fyrri tölvan virkar fullkomlega en sú síðari er vandamálið.

Ég er búinn að liggja yfir þessu, IP tölum, Subneti, gateway-um, DNS-um o.s.frv. og allt lítur eðlilega út. Ég get pingað öll lén, mbl.is, simnet.is o.s.frv. frá síðari vélinni, EN ég get BARA browsað mbl.is!!! Ef ég reyni að browsa t.d. visir.is þá kemur “web site found, connecting” og þannig hangir hún út í hið óendanlega, samt ÁN þess að koma með meldinguna “The page cannot be displayed” eða eitthvað álíka.

Ef ég hins vegar set upp innhringiaðganginn beint á seinni vélina og tengist þannig, þá virkar allt fínt. Vandamálið er bara ef það á að nota báðar vélarnar á Netinu samtímis, en það þarf að vera hægt.

Einhverjar uppástungur frá ykkur snillingunum?