Hefur einhver af ykkur kynnt ykkur vel hve góður innbyggði eldveggurinn í XP er? Ég var með ZoneAlarm á W2k áður en ég uppfærði í XP og er núna að velta því fyrir mér hvort sá innbyggði dugi, eða hvort maður eigi að bæta við öðrum eldvegg og hafa þá bara t.d. ZoneAlarm eða jafnvel báða?

Ég leitaði aðeins á Netinu og rakst þá á týpíska aðvörun um alvarlegan öryggisgalla í XP sem á að vera búið að laga í SP1. Einhvern veginn þá treysti ég XP eldveggnum ekki aaalveg þrátt fyrir að það sé búið að fylla í þessa holu.

Það væri gaman að fá að heyra ykkar skoðun eða reynslu.

Hér er greinin:

http://grc.com/default.htm
fs: “Attention Windows XP Users
A little-known but critical vulnerability exists in Windows XP.
It has recently been repaired in Service Pack 1.”