Ég hef oft heyrt og séð menn baula um hvað windows/windoze er mikið drasl og alltaf að krassa og sífellt vesen etc etc etc…

Margir af þessum guttum/hnátum eru að væla yfirþví hvað það er hægt,hvað venjuleg keyrsla er “erfið” hve oft það krassar og hve oft það bara virkar ekki… en samt aftur og aftur formatiði harða diskinn ykkar og setjið AFTUR upp sama kerfið, þetta sama og þið voruð að væla yfir að virkaði ekki rétt/virkaði bara ekki yfirhöfuð. Prófið að gefa GNU smá séns, þið sjáið ekki eftir því.

Svona main pointið í þessu hjá mér er bara finna út AFHVERJU þið vælið yfir þessu og segið að þetta sé drasl og að Bill Gates sé glæpon og hitt og þetta virki ekki og alltaf vesen án þess að gefa öðrum sane stýrikerfum séns… ég fór frá Win2k yfir í Slackware linux og þar sit ég svona líka rosasáttur að skrifa ritgerðirnar mínar í OpenOffice (sem er ókeypis og þar af leiðandi er ég ekki glæpon ;) meðan flestir væla yfir windowsinu sínu en enduruppsetja það samt aftur, ég man eftir því stundum var maður að setja Win9x upp c.a 1 sinni í mánuði sem er fáranlegt…

All that we want is that you give GNU a chance :)