sælir(sælar)

Ég á í smá vanda(eða vinur minn réttara sagt)
Bróðir vinar míns var að fá sér tölvu. Ég var að setja upp tengarnar fyrir þá, þ.e. að tengja tölvu bróðurins við tölvu vinar míns og tengja tölvu bróðurins við netið og gera vini mínum kleyft að tengjast netinu í gegnum tölvu bróðurins. Báðir eru með Windows Xp Home
Jæja, það gekk svona næstum, það var bara það að “bróðurinsTalva” notaði DHCP til að láta “vinarMínsTölvu” fá IP tölu, og ég þurfti að finna út þá tölu til að “bróðurinsTalva” gæti join'að “vinarMínsTölvu” í Diablo II. ég breytti svo TCP/IP settings í “vinarMínsTölvu” yfir í static í staðinn fyrir DHCP og gaf henni IP tölu og restartaði, en þá kom vandamálið.
Þegar hann er komin í windows þá blikkar console alltaf, ekki hratt, með svona 5 sek millibili, og er svo stutt uppi að ég réttsvo næ að lesa hvað stendur í titlebar á console það stendur “C:/Windows/System32/cmd.exe” en ekkert kemur í sjálfan console gluggann.

ég vil fyrirfram þakka öllum þeim sem að hjálpa mér að leysa þetta vandamá