Ég setti upp Windows Me á gamla harða diskinn minn til að hafa í stuttan tíma þar til ég fengi mér nýjan harðan disk. Síðan setti ég upp nýjan harðan disk og setti upp Windows XP á hann.
Vandamálið er að þegar ég kveikji aá tölvunni þá spyr hún hvort ég vilji fara í Windows Me eða Windows Xp og auðvitað vil ég fara í XP.
Hvernig get ég stoppað þetta og látið hana alltaf fara inní Xp.
Ég er búinn að prófa að formata diskinn í FAT32 með PartitionMagic en það virkaði ekki. Á ég að þora að eyða windows möppuni af gamla harða disknum