ok. nú eru moðhausarnir í skólanum mínum endanlega búnir að skíta á sig, og það lengst upp á bak.
Málið er það að í sumar sló niður eldingu í skólan sem ég er í (bý í danmörku) og það þurfti að setja upp allt kerfið upp aftur sem er bara gott mál. En samt ekki.
Málið er það að egar ég tek með mér mína eigin tölvu í skólann fæ ég nettengingu í vélina þar semég kemst inn á allt kerfið og alla hörðudiskana sem skólinn hefur til boða, og auk þess er þá vélin mín í raun tengd við alla prentara og plottera í skólanum sem sparar mér ómældan tíma og fyrirhöfn. Í fyrra var þetta ekkert mál eina sem ég þurfti að hafa í vélinni var XP pro eða windows 2000 pro. Það sem það er auðveldara að fá Xp en win 2000 valdi ég að taka XP pro og hef ekki lent í neinum vandræðum með neitt.
En núna eftri að tölvukerfið var sett upp á nýtt þarf maður að hafa win 2000 í vélinni til að geta tengst skólanetinu.
Hvernig er það er nokkur sjéns að fá þetta einhversstaðar? ég meina er hægt að kaupa þetta eða er ekki komið xp í allar búðir í staðinn fyrir win2000?

Og hvernig stendur á því að menn eru að setja upp nýtt tölvukerfi með “gömlum” hugbúnaði<br><br>If it aint broken, dont fix it
Gerðu hlutina almennilega eða vertu heima.