Ég las umræðu sem hófst hér í byrjun janúar. Bæði hér á /windows og hjá erkióvininum /linux.

Ég sé mjög skiptar skoðanir á þessu nýja stýrikerfi en ég hef verið með puttana örlítið í linux en ekki þannig að ég kunni að setja upp heilu vélarnar. En á hinn bóginn er ég mikill Windows notandi og vinna alla mína vinnu á þannig vél. Ég nota bara yfirleitt Linux servera.

Eins og staðan er hjá mér í dag þá sé ég um tölvumál fyrir ákveðið fyrirtæki og nú er komin sú staða með microsoft og leyfismál að nú stend ég frammi fyrir að þurfa að kaupa Software Ensurance og kostar það mikla peninga. Ef ég vil bæta Office á allar vélar tvöfaldast kostnaðurinn.
Þess vegna fór ég á stúfana og er búinn að vera að lesa mig til.

Ég rakst á þetta Lindows og ég er mjög spenntur fyrir því að prufa. Ef ég gæti sett upp Lindows fyrir þetta fyrirtæki þá myndi ég spara hátt í 1 milljón.

Ég get ekki séð neitt sem gæti verið á móti því að Linux fari í samkeppni við Windows því það er slæmt fyrir markaðinn ef einhver dómenerandi getur allt í einu ákveðið að setja reglur og verð á stýrikerfið sitt og heilu fyrirtækin verða bara að gjöra svo vel og punga út miklu magni af peningum.
Einhver sagði hér að þetta væri rusl og léleg eftirherma af windows og að þeir væru að stela XP útliti.
Af hverju ekki að hafa þetta í svipuðu útliti og svipuðum einfaldleika. Hinn almenni notandi kann ekki RASS. Allar breytingar eru honum ofviða og þetta þarf að vera user friendly. Kosturinn sem Lindows gæti haft fram yfir Windows er að þú getur keyrt öll Microsoft forrit inni í Lindows, ekki er það hægt í windows svo ég best viti.

Jæja, mín skoðun er skýr. Mig langar í keppinaut og fleiri möguleika en að láta sjúga af bankareikningi Windows notenda.

kveðja,
username