Ókei, ég er ekki viss hvort ég á að posta þetta á “Netið” eða hér en þar sem netið er líklega umræða um síður o.s.frv. þá set ég það hér. Þannig er það að á föstudaginn var ég á ircinu og að spila CS eins og venjulega. En svo fer ég út í nokkra tíma (úje, fara út og það ekki út í sjoppu!)og þegar ég kem til baka þá kemst ég ekki á netið og Routerinn er farinn að crasha tölvunni minni ef ég hef hann í gangi og tengdan við tölvuna þegar ég starta tölvunni. Ég hringdi í Íslandssíma (þar sem ég fékk allt draslið) og þar reyndi maður nokkur að hjálpa mér en allt kom fyrir ekki. Hann gat ekkert gert (I can't really blame him).

Tölvan mín er:
700mhz AMD athlon
256 RAM
veit ekkert um móðurborðið mitt
Win XP - Home
Geforce DDR (1st Gen.) en ég sé ekki hvernig skjákortið gæti skipt máli
SoundBlaster LIVE (sama og skjákortið, ætti ekki að skipta máli)

Routerinn er Ericsson HM2200dp, hann er með 1 USB porti og einu Ethernet (LAN) porti, ég er með hann LAN tengdan við tölvuna en USBið virkar ekki heldur. Netkortið mitt gæti svosem verið smá vandamál en ég held samt ekki. Ég pingaði routerinn og fékk samband, IP tölurnar og það er rétt stillt (samkvæmt gaurnum hjá Íslandssíma og þær virka í mömmu tölvu) og þær virkuðu áður. Snúran úr netkortinu er í lagi (ég er að nota hana á þessa tölvu).

Hvað gæti mögulega verið í ólagi? Allt bendir til þess að þetta eigi að virka! En það virkar ekki og þótt ég geti pingað routerinn get ég ekki komist inn á Stillingasíðuna sem er inná routernum!

I need help!<br><br>All: ztaezz