Nú er ég búinn að setja upp XP Pro hjá mér og allt á að vera komið. Búinn að tengjast og sækja helstu patch og uppfærslur frá MS.

En… þegar ég nota mIRC 6.02 eða MSN Messenger er bögg í aðalvalmyndunum þar. Ef ég set músina yfir valmkost þá verður valkosturinn hvítur eftir að ég tek músina af líka! Þetta refreshast í mIRC en ekki í Messenger. Hef ekki séð þetta annarsstaðar.

Ég er annars með ASUS GeForce256 DDR Deluxe sem ég náði ekki í drivers fyrir. Virtist virka fínt á standard drivers frá MS sem báru kennsl á kortið. Nema þetta sé því að kenna…

Þetta skiptir kannski ekki miklu máli en þetta pirrar mig. Ég reyndi að reboota og það er eitthvað sem ég ætla að hætta að gera. Nú verður vélin stöðugleikaprófuð. Allt annað er a.m.k. margfalt betra í WinXP Pro en WinME.

Bölvaður sé sölumaðurinn sem taldi mér trú um að taka WinME fram yfir 98 SE >:/<br><br>“I might wan't a bagel to go with that coffee.” -Paul Smecker (Willem Dafoe) í The Boondock Saints