Nú er ég endanlega búinn að fá nóg af steikinni sem tölvan mín er. Hún hefur aldre virkað vel frá upphafi en ég ætla að sjá hvort að það lagar ekki eitthvað að strauja græjuna og setja upp annað stýrikerfi.

Ég fékk ME með henni en ætla að færa upp í Win2K eða XP. Vélin er eitthvað í þessa áttina:

700MHz AMD Athlon Thunderbird
Asus A7V MB
256Mb minni 133MHz keyrt á 100MHz
GeForce256 DDR 32Mb
20Gb ATA66 HDD

Notandinn (ég) hefur engan áhuga á að fikta meira en hann nauðsynlega þarf í vélinni en fer sér ekki að voða við einfaldara fikt :)

Aðalkrafan er að vélin verði stöðug og lágmarksvesen við allan rekstur hennar.

Ég vill ekkert uppfæra hana í bili nema ég mun líklega bæta við disk upp á ca. 10Gb eða kannski meira áður en ég geng í verkið.

Allar ráðleggingar vel þegnar, takk :)<br><br>“I might wan't a bagel to go with that coffee.” -Paul Smecker (Willem Dafoe) í The Boondock Saints