Ég nota Google Chrome daglega, seinast í morgun áður en ég fór í próf; ég setti tölvuna á sleep og þegar ég kom heim og smellti á Google Chrome, var mér boðið að eyða shortcuttinu vegna þess að það væri ekki tengt neinni skrá.

Þegar ég síðan hleð niður Google Chrome fæ ég þessa villumeldingu: "Google update installation failed with error 0xa0430721"

Ég hef engu breytt eða hlaðið niður upp á síðkastið og þetta hefur aldrei komið fyrir áður. Ég nota þennan vafra mikið og er með dýrmæt lykilorð og glás af upplýsingar í bookmars sem ég meika bara ekki að tapa.

Ég hef reynt að Googla þetta en finn engin svör! Þetta er því dularfullur andskoti fyrir mér.

Er einhver sem getur frætt mig um hvernig ég á að bera mig að við að koma Google Chrome aftur upp og hvers vegna þetta gerðist?