ég á mér vin sem er kjáni. Hann á tölvu sem hagaði sér einkennilega og seinna meir kom í ljós að það var vírus inná tölvunni. En hann gerði ekkert í því og þetta endaði með því að vírusinn lét öll gögn hverfa. Þessi vinur minn er raftonlistar maður og kallar sig hermigervill, núna sér hann rosalega eftir öllum gögnunum sínum og leitaði til tölvulistans, þeir sögðu honum að vírusinn hafði eytt svo kölluðum partition fæl út af harðadisknum hans og það væri möguleiki að bjarga gögnunum með því að nota eitthvað recovery forrit og að það myndi taka 4 tíma og myndi kosta 27000 kr. hann var ekki tilbúinn að borga þetta svo hann leitaði til mín og núna er tölvan hans hjá mér og ég hef mjög mikinn áhuga á að laga hana fyrir hann, annaðhvort að bjarga gögnunum eða að formata tölvuna og láta xp inn.

ég er með aðra tölvu sem ég get látið hd í. er ekki hægt að láta diskinn hans bara í tölvuna mína og nota bara venjulegt recovery forrit á diskinn hans. bara pælingur.


Ég myndi meta það til mikils ef þið gætuð hjálpað mér með þetta.