Hey, tölvan mín sem ég keypti hjá tölvulistanum fyrir u.þ.b. mánuði er alltaf að restart sé eða frjósa. það gerist oftast í leikjum en hefur samt gerst á desktopinu og í notepad og fleira. Ég hef prófað útilokað allskonar möguleika, m.a. tók ég GF2 kortið og setii gamla Riva TNT2 M64 í vélina sem hefur alltaf virkað vel í gömlu tölvunni en það lagaði ekki neitt. Ég hef prófað að hafa Win2000, Win98SE og WinXP-Pro. Núna er ég með dualboot á win98se og winxp-pro. Það er enginn munur á stýrikerfunum, hún frýs/restartar alltaf jafn mikið. Það lagaðist heldur ekkert eftir að ég náðí öll helstu update frá Microsoft og náð VIA 4-in-1 driver. Ég hef prófað að hafa hana galopna (betri kæling) en það lagar ekkert, og hitastigið sem er sýnt í biosinu er alveg venjulegt. Síðan prófaði ég að fara með hana í viðgerð og þeir sögðust hafa þurft að setja nýtt kubbasett á móðurborðið og létu mig fá geisladisk með skjákortadriverum sem þér ráðlögðu mér að nota. Þetta voru nákvæmlega sömu driverar og ég hafði alltaf notað og tölvan heldur ennþá áfram að frjósa. Hljómar þetta ekki eins og það sé eitthvað að vinnsluminninu ?

AMD Athlon XP 1700+
MSI K7T266 Pro2 (MS-6380) með nýjasta biosi
MSI Geforce 2 Ti (MS-8855) með nýjustu driverum frá MSI
Einn DDR 266mhz 256MB kubbur
Western Digital 40 GB harðidiskur (WD400BB-00CAA1)
Windows XP Professional Version 2002 og Windows 98 Second Edition
___________