Nú eru mál þannig að ég er með forrit, Music Match Jukebox sem ég notaði til að skrifa nokkrar mp3 skrár. Ætlaði ég svo að setja þessar skrár inn á tölvuna sem ég er við núna.

Það virðist sem .exe skrá hafi fylgt með þessum mp3 filum á disknum. Kallast hún: mmjbrun.exe

Reyndist sú skrá vera infected af einhverjum ógeðslegum vírusi sem dreifist sem eldur um sinu um tölvuna.

Vírusinn hefur gert vírusvarnarforritið Lykla-Pétur óvirkan, en er nú búinn að smitast um alla tölvuna. Ég er ekki viss um hvað hann gerir, en hann hefur þó gert mér ókleift að opna Lykla-Pétur og hefur sýkt fjöldan allan af skrám og forritum.


Nú spyr ég:

Veit einhver hvað ég ætti að gera?
Er ekki til einhver heimasíða sem getur sagt mér hvernig á að losna við hann?