Sælir, ég er hér með Toshiba tölvu. Hér áður fyrr fékk ég Windows Vista með tölvunni og þá var batteríið orðið svo lélegt að það dugði varla í 5 mínútur. Svo fannst mér hún rosa hæg orðin og svona og uppfærði hana í Windows 7 og þá er batteríið komið í 45-60 mínútna endingatíma.

Þannig ég var að velta fyrir mér, er möguleiki að vírusar geti skaðað endingartíma battería? Ég hefði ekki haldið að það væri hægt í fyrstu.