Tölvan mín hefur verið með miiikið vesen uppá síðkastið og eftir að hafa farið með hana í tjékk þar sem að akipt var um skjákort var mér sagt að stýrikerfið væri í hnút og þurfti að setja það upp aftur. Ég er með Vista og ef að ég reyni að endursetja það upp, þá les tölvan ekki diskinn og ekkert gerist. Því er ég að spá í að setja upp Windows 7. Hvort ætti ég á kaupa það og láta fagmenn sjá um uppsetninguna eða DL-a því og setja það upp sjálfur?