Ég á við tvö tölvutengd vandamál að stríða. Ég skal byrja á því að útskýra það sem er ívið alvarlegra.

1. Borðtölvan
Þetta gerðist núna fyrir mjög stuttu, að borðtölvan mín (sem nota bene er komin töluvert til ára sinna, keypti hana að mig minnir árið 2005) vill ekki ræsa sig almennilega. Ef ég starta henni venjulega þá get ég loggað mig inn eins og allt sé í lagi en svo birtist ekkert nema bakgrunnurinn á desktopinu. Ég get gert ctrl+alt+del og opnað Task Manager og þaðan Run en það er nú ekki alveg ákjósanlegasta leiðin til að nota tölvuna. Einnig get ég valið Shut Down, en ef ég vel það þá festist takkinn inni og þó ég geti enn hreyft músina virkar ekki að ýta á neitt annað (eða ctrl+alt+del aftur).

Fyrsta sem mér datt í hug var auðvitað að boota tölvuna í Safe Mode og reyna að keyra einhverjar vírusvarnir eða einhvern veginn komast að því hvað er að. Ef ég geri það hins vegar þá festist tölvan á Windows is starting up glugganum. Ætti kannski að nefna það líka að stýrikerfið á borðtölvunni er Windows XP Home Edition.

Einn hlutur sem kannski er vert að nefna er að skömmu áður en borðtölvan fór að haga sér svona átti ég í vandræðum með uTorrent (version 1.5). Þegar ég reyndi að bæta torrenti inn þá fraus forritið, eitthvað sem ég hafði aldrei lent í áður. Fyrst nægði að loka forritinu í gegnum Task Manager en þegar ég gerði aðra tilraun til að bæta torrenti inn þá tókst það ekki einu sinni, forritið vildi bara engan veginn lokast. Í ofanálag þá vildi forritið endilega gefa mér tvær villumeldingar á nokkurra sekúndna fresti sem ég gat vissulega ekki slökkt á svo ég ákvað að restarta tölvunni. Þegar ég reyndi það þá fraus hún (gat þó hreyft músina en virkaði ekki að smella á neitt) svo ég restartaði með restart takkanum og síðan þá hefur hún hagað sér eins og ég lýsti hér fyrir ofan.


2. Fartölvan
Þetta er kannski öllu saklausara vandamál en brýnt engu að síður. Það eru sirka 6 mánuðir síðan ég keypti fartölvuna sem keyrir á Windows 7 stýrikerfinu. Alveg síðan ég keypti hana hefur hún verið óvenju lengi að starta sér, þ.e. hún er ekkert voðalegi lengi að koma mér á login screen en eftir að ég skrái mig inn þá get ég t.d. valið strax að opna Firefox en ég þarf að bíða í allavega 1-2 mínútur eftir að ég smelli á Firefox shortcutið þangað til að forritið actually opnast. Ég hef prófað að slökkva á öllum þeim hlutum sem hægt er að slökkva á sem starta sér sjálfir við startup en það bætti ástandið lítið sem ekkert. Sumir hafa nefnt við mig að stundum sé startup hægt ef mörg USB tengi eru í notkun við startup en það getur ekki verið lausnin hjá mér. Ég hef reynt nokkra hluti sem nefndir hafa verið í þessum þræði en ef einhver getur bent mér á eitthvað í honum sem honum þykir líklegt að ég ætti að tékka á eða jafnvel eitthvað annað þá væri það vel þegið.

Einnig er kannski rétt að nefna hvernig fartölvan er sem á í hlut:
Acer Aspire 5542G
AMD Athlon II X2 processor M300 (2.0 GHz, 1 MB L2 Cache)
ATI Mobility Radeon HD 4570 (allt að 2304 MB HyperMemory)
4 gb vinnsluminni
640 gb harður diskur



Öll hjálp mjög vel þegin.