Þetta er skrítið vandamál. Ég Næ enganvegin að botna í því.

Málið er það að Mafia 2 er að koma út. Ég kaupi hann á steam og fæ mafia 1 með. Ákveð að spila hann til að rifja upp gamla góða leikinn.

Ég start leiknum og allt virkar fínt. Svo þegar ég hætti þá slekk ég á leiknum. Fer að gera eitthvað annað. Svo fer mig að langa að spila aftur. Ég starta leiknum uppá nýtt. Um leið og opnunarmyndbandið á að byrja þá slekkur tölvan á sér. Ég get ekki kveikt aftur á henni fyrr en ég er búinn að ýta á þarna takkan á power supply inu 2 sinnum. Þá kveikir vélin á sér eðlilega. Ég reyni að starta leiknum aftur… Það sama gerist. Ég ýti 2 sinnum á takkann á power supplyinu kveiki á vélinni.. Um leið og það er búið að kveikja á vélinni restarta ég og eftir það get ég byrjað að spila. Þetta er eini leikurinn sem þetta gerist.

Allir driverar eru uppfærðir. Búinn að vera að reyna að leita en ég hef ekki fundið lausn enþá.