Ég á í smá vandræðum með ircið. Ég veit að þetta kemur Windows ekkert rosalega mikið við en ég vissi ekki alveg hvar þetta átti heima, svo að ég set þetta bara hérna.

Ég er með server sem routar tengingunni minni á nokkrar tölvur hérna heima. Hann keyrir Windows 2000 SP2 og er með Tiny Firewall. Þegar ég reyni að connecta á ircið þá fæ ég ekki identd response á neinni tölvu nema servernum sjálfum og þar af leiðandi fæ ég ~ fyrir framan User ID (Toturus!~Toturus@*.simnet.is). Sama hvort að ég taki firewallinn af eða ekki, þá kemur þetta alltaf. Ef einhver veit um einhvað ráð þá endilega póstaðu því hérna.

Toturus