Hjálp!!! Fyrir u.þ.b. mánuði setti ég upp windows xp professional á tölvuna mína, allir aðrir leikir virka vel en þegar ég reyni að spila Need For Speed 3 og SimCity 3000 þá kemur ljós á tölvunni í smástund en síðan gerist ekkert. Þetta finnst mér mjög skrítið því að þeir virkuðu báðir í Win2000 Pro og XP er nú byggt á því. Það var ekkert mál að setja leikina upp en þegar maður fer í þá þá gerist ekkert. Ef það skiptir einhverju máli þá er ég búinn að náð í öll Critical Update frá microsoft og prófa að nota Application Compatability en ekkert virkar. Það eina sameiginlega með leikjunum er það að þeir eru báðir frá EA og nota báðir sömu skrifaravörnina (Securom).
___________