Áður en ég formataði tölvuna mína (fartölva Asus f5V)þá var ég með xp en cd drivið mitt virkaði ekki en það sást í my computer að ég væri með drifið, en ég gat ekki séð diskinn sem ég var með inn í tölvunni. Ég hreinsaði sýðan tölvuna alveg, og þegar ég reyndi að setja upp stýrikerfið uppá nýtt þá kom ‘'extracting windows xp’' síðan gerðist ekkert meira. Núna er ég búinn að formata tölvuna aftur (þurfti þess kannski ekki) en það virkar ekkert að innstalla windows. Og þegar ég kveiki á tölvunni þá kemur valmöguleiki um að fara í bios stillingar (f2) síðan kemur svartur skjár með texta sem stendur “error loading operating system”, ég var búinn að prófa að setja skrifaðan windows xp á usb kubb, búinn að prófa að færa windows beint á harða diskinn en ekkert virkaði.
Ég held að geisladrifið sé bilað/ónýtt, virkar það að fá sér utanliggjandi geisladrif (sem er tengt við tölvuna með usb) og boota á því?