Sæl, ég er nýbúinn að setja inn windows 7 og allt í góðu með það nema ég er í smá veseni með að spila leiki.
Ég spilaði Team fortress 2 í xp með allt í botni og stöðugt fps uppá 80-100+. Svo eftir að ég skipti yfir í windows 7 er það alltaf í 5-25 (40 ef ég sný mér bara að vegg og geri ekki neitt, samt óstöðugt þar líka), sama hvaða stillingar ég hef. Hins vegar spilaði ég Dragon Age origins í bæði Xp og windows 7 og það virðist ekki vera neinn munur, er reyndar ekki búinn að spila hann mjög mikið í 7 en hefur ekki komið neitt uppá, með hann alveg í botni og hann er algjörlega smooth.
Svo er Crysis alveg í klessu í 7 á meðan hann var mjög góður í xp.

Ég er búinn að setja inn nokkra mismunandi skjákortsdrivera og ekkert breytist (amk. í TF2). Hins vegar var alltaf eitthvað vesen með að installa driverum og ég þurfti að nota eitthvað trick (slökkva á PhysX dóti í task manager), las á netinu að þetta væri algengt í nvidia driverum. Það kom alltaf í lokin að drivernum hafi verið installað og að allt hafi gengið upp. Þeir voru samt alltaf merktir sem version 1.10 eða 1.09 og ég veit ekki hvort það sé rétt eða ekki.
Ég prufaði drivera 191.07 og 190.62.

Ég er með Geforce 8800gt skjákort, q6600 örgjörva, 2gb 1024Mhz minni og p35-ds3r gigabyte móbó.

Er ég að gera eitthvað vitlaust, eða hefur einhver einhverjar uppástungur/ráðleggingar? Er búinn að leita að öllu mögulegu á google og ég veit eiginlega ekki hvað meira ég get gert.

kv. adie

Bætt við 24. nóvember 2009 - 22:44
Resident 5 virkar líka mjög vel bæði í xp og windows 7 :/
'you look like a gay terrorist with a broken windscreen wiper and your face is ridiculous.'