Ég er í smá vandræðum með Local Groups í Windows XP.
Þannig er mál með vexti að ég bjó til gesta-aðgang á vélinni minni (Local user), og þegar ég restrict-a hann eitthvað, þá kemur Windows með “Your profile is corrupted” næst þegar ég ætla að logga mig inn.
Eins ef ég fer í Computer Management og undir Local Users And Groups, þá get ég ekki farið í “Member of” flipann í Properties. Þá kemur Windowsið með “The Workstation service has not been started”. Ég er búinn að leita að þessu í Services en fann það ekki.
Og síðan er einhver ein villa í viðbót. “Server service has not been started”, ég man ekki alveg hvar ég fékk hana, en það var þegar ég var að sýsla í þessum userum :)
Allavega, vona að ég fái einhverjar hugmyndir, allt vel þegið (fyrir utan: Notaðu Linux! :))

Kveðja,
xit