Ok. Eg er semsagt með glænýjann Packard Bell lappa og allt
i einu í miðjum TF2 leik dettur þráðlausa netkortið bara út og neitar að tengjast aftur við netið. Í hvert einasta skipti sem ég reyni fæ ég upp “This connection has limited connectivity” en næ engu netsambandi. Ég hef reynt eftirfarandi:

-Uppfærði driverinn. Virkaði ekki.

-Fór í device manager, sá að netkortið var einhverja hluta vegna disabled, setti á enable; Virkaði ekki.

-Slökkti á netkortinu, restartaði og kveikti á því aftur. Virkaði ekki.

-Restartaði þúsund og þrjátíu sinnum. Virkaði ekki…

-Gafst upp og beintengdi helvítið við routerinn(Alls ekki það þægilegasta í stöðunni fyrir mig). Það virkaði.

Þetta er Atheros AR5B93 á Packard Bell Easynote TJ66 Windows 7 vél…öll hjálp er afar vel þegin.