Ég er með dualboot XP/win98SE þar sem XP er á C og 98 er á F drifi.
Þetta virkar ágætlega en win98 swap fællinn er þó að pirra mig.
win386.swp er nefnilega settur í C:\windows möppuna, sama hvað ég reyni að færa hann. Ég fór í Virtual memory settings og lét virtual memory yfir á f drifið en eftir reboot, þá var swap fællinn enn á C, engin merki um hann á F.

Er einhver leið til að láta win98 deleta sveppnum í shutdown?

Eða veit einhver um aðra lausn á þessu?