Eins og fram kemur í titlinum er ég að lenda í því að windows rebooti, það gerist í hvert einasta skipti sem ég kveiki á video-file, sama hvort það er á vefsíðu eða í tölvunni og skiptir heldur engu hvort það sé avi, mpg eða eitthvað annað. Hún gerir það líka alltaf ef ég starta leik, eða reyni að keyra Free Registry Fix forritið sem ég var að vona að gæti hjálpað mér eitthvað með þetta. Fyrst um sinn kom bara svartur skjár og svo kom bara eins og ég væri að kveikja á tölvunni, svo fór að koma blue-screen, en þó það stutt að ég náði ekki að sjá hvað stóð þar. Þá gat rebootið líka komið random plús í hvert sinn sem leik eða video var startað. Nú er svarti skjárinn samt farinn að koma aftur í staðinn fyrir bláa. Eina breytingin sem varð á tölvunni frá því áður en þetta var að gerast var sú að auto-update-ið fyrir window gerði eitthvað, núna í þessari viku. Þá fór vírusvörnin mín líka að finna trojan í tölvunni, sem ég held að sé tengdur þessu update-i, og þegar ég eyddi honum virkaði tölvan í smá stund en fór svo yfir í blue-screenið sem ég ræddi um áðan. Er búinn að vera að leita á google en hef hvergi fundið neinn í sama vanda, amk ekki einhvern sem tengir það við windows-update. Eru einhverjar hugmyndir eða þarf ég bara að formatta og verða mér úti um nýtt stýrikerfi?

Bætt við 19. apríl 2009 - 09:52
Var líka að taka eftir því að hún rebootar líka alltaf ef ég reyni að spila tónlist, mp3, wav fæla.