Langaði að athuga hvort einhver gæti aðstoðað við smávegis vandamál.
Þannig er að ég er með server með adsl tengingu og svo aðra client vél með netkorti sem tengist internetinu í gegnum serverinn.
Ég hef hins vegar átt í vandræðum með að mappa harða diskinn á servernum í Explorer á clientnum og hef þurft að notast við Remote Admin til að flytja fæla á milli vélanna. Báðar vélarnar eru með XP og ég hef prófað að keyra þetta innbyggða home network dæmi en ekkert virkar.
Er einhver einföld lausn á þessu?