já þannig er mál með vexti að vinkona mín var að skrifa ritgerð og var búinn með heillangan texta og gerði svo page break til að hafa auða síðu fyrir efnisyfirlit, og save-aði svo eftir það og lokaði svo skjalinu.

Næst þegar hún opnaði það var skjalið tómt.
Ég gerði Recover text from any file og fékk þá að mestu leyti eitthvað óskiljanlegt bull en nokkrar vísanir í asd recovery file sem Word save-ar með reglulegu millibili.
Hinsvegar er þessi recovery fæll ekki þar sem skjalið segir að hann sé.

Þannig að ég er að spá hvort einhver hérna viti um eitthvað sem er hugsanlega hægt að gera til að ná öllum þessum texta til baka?