Ég keypti mér nú áðan nýjan DVD skrifara (Super Writemaster) og ætlaði að setja hann í og tók gamla úr tengdi þann nýja og pluggaði
auðvitað snúrunum á sama stað og var á gamla,en þegar ég ætlaði síðan að starta tölvunni upp kom upp svartur skjár og þar stóð Cannot find C/SYSTEM32/CONFIG/SYSTEM
og hún vill að ég setji Windows diskinn í og klikka á R (repair)!!

Hvað í óskupunum getur þetta verið?
Meina ég pluggaði snúrunum á sama stað.

Og þegar ég setti gamla dvd skrifarann aftur í að þá virðist vera allt í lagi og windows keyrir sig upp!