Daginn, tölvan mín bauð uppá að installa Windows Service Pack 1 og gerði ég það. Eftir uppsetninguna þurfti hún að endurræsa sig að sjálfsögðu. Þá kom upp Installing components 1 of 3 eitthvað % dæmið. En það kláraðist ekki og kom could not install the service pack, og hún slökkti eða endurræsti á sér (man ekki alveg). Eftir þetta kemur bara upp svartur skjár með nokkrum möguleikum í boði, start in safe mode, start in safe mode with network.. og framvegis. Það stendur á þessum svarta skjá að ég hafi nýlega sett upp eitthvað forrit og það verið gallað eða svo. Ég prufaði að setja windows diskinn í og velja language og repair en það fann að Windows Service Pack 1 væri eitthvað gallaður. Hvað get ég gert? Fyrir svona fjörum dögum fékk ég fartölvuna mína tilbaka úr viðgerð eftir sama svarta skjá en það var reyndar ekki Windows Service Pack 1. Vandamálið sem ég er að skrifa um gerðist við borðtölvuna mína. Vitið þið eitthvað um hvað ég get gert? Ég er ekki að fara að nenna að skipta um harðadisk eins og ég þurfti að gera við fartölvuna.. Ég er gjörsamlega kominn með nóg af þessu Vista hörmung.