Jæja… kannski eiga fleiri við þetta vandamál að stríða, en enn sem komið er virðist ég vera sá eini, allavega miðað við leit mína á netinu.

Vandamálið er að þegar ég keyri upp Dark Age of Camelot clientinn (Öhm, netleikur, fyrir þá sem ekki vita ;P), þá virðist leikurinn corrupta HAL.dll. Vélin frýs ekki eða neitt, ósköp eðlilegt. En ef ég ætla að starta vélinni aftur, uppgötva ég, mér til mikillar armæðu, að bootið er corruptað og því þarf ég að setja WinXP aftur upp í allt að fjögur skipti, bara til að koma stýrikerfinu í lag.

Er þetta þekkt vandamál? Ég veit að NT á það til að corrupta bootið hjá fólki… en þetta finnst mér nú einum of. Og þetta virðist líka gerast með einhver önnur forrit/leiki, ég hef bara ekki nennt að reyna að finna út nákvæmlega hverjir sökudólgarnir eru.<br><br><hr size=“1”>
<img src="http://www.islandia.is/gunnarv/robert/royalfool.jpg“><p>
.::<b><font face=”Verdana“ size=”1“>Royal Fool</font></b>::.<br>
<i><font size=”2“>”You've been Fooled"</font></i