Ég er með fartölvuharðadisk sem ég þarf að taka backup af. Á disknum er Win XP með bilað registry þannig tölvan nær ekki keyra upp windows. Það sem vakir fyrir mér er að taka afrit gögnum (nokkur GB af fjölskildumyndum og ekkert backup, yikes) áður en ég ræðst í að laga þessa kvilla. Það sem ég er búinn að prufa er að taka diskinn úr og setja í 2,5“ hýsingu og tengja við aðra tölvu en það gekk erfiðlega að taka afritið þannig. Þegar ég var að afrita af disknum fór allt í fokk þegar það kom að ”læstum" skrám þannig ég gat ekki haldið áfram. En allavegana það sem ég er að spá er þetta:

1. Hvaða forriti mæliði með að nota í taka afrit af svona leiðinlegum diskum?

2. Hvaða verkstæði mæliði með til að taka þetta afrit (ef ég myndi ekki gera þetta sjálfur með einhverju forriti)?


Síðan svona eitt stutt í endan, vitiði um eitthvað sniðugt forrit til að endurheimta eyddar myndir af minniskorti í myndavélum (það er ekki búið að yfirskrifa myndirnar)?