Er einhver góð sál til í að hjálpa mér. Litli brósi var að dl einhverjum cd-keys fyrir einhvern leik sem hann var að setja í fartölvuna hjá mér og það fór ekki betur en svo að nú er desktopinn algjörlega horfinn.

Það sem ég á við með horfinn að þá meina ég horfinn. Það er bara svartur skjár og ekkert! Ég get ekki hægri klikkað á hann og gert eitthvað. Eina leiðin fyrir mig til að gera eitthvað í tölvunni er að gera Ctrl+Alt+Del og fara þannig inn í Computer og komast þannig áfram.

Það eina sem mér hefur tekist að gera með desktopið var að fara í control panel og restora background myndina en ekkert annað. Þegar ég restarta tölvunni næst að þá er skjárinn svartur aftur.

Ég er búinn að láta SpyBot renna yfir og eyða öllu sem hann
fann en það hjálpaði því miður ekki neitt.

Ég mun heita ævilangri lotningu á þann sem að hjálpar mér í þessu.

PS. Ég er með Windows Vista og það fylgdi því miður enginn diskur með tölvunni.