Athugið, ég er með vista.

Nú er mál með vexti að í gær ætlaði ég að opna iTunes en þá kom einhver error og skilaboð sem vísuðu mér á apple síðuna. Þar stóð að ég gæti ekki opnað iTunes útaf því QuickTime var ekki installað, sem er skrítið því ég var ekkert að uninstalla því. Jæja, ég fylgdi leiðbeiningunum, reinstallaði QuickTime og restartaði svo tölvunni.

Svo logga ég inná accountinn minn og þá tek ég eftir því að útlitið er eitthvað öðruísi, ekki þetta Vista útlit heldur meira líkt þessu klassíska, ljósblátt eitthvað. Einnig var búið að rugla röðinni á quick launchinu. Svo í hvert skipti þegar ég ætla að opna eitthvað forrit þá kemur “Windows Live Messenger has stopped working…” blabla.. þetta kemur við öll forrit nema Firefox og µtorrent, eins og ég best veit.

Ég er búinn að prófa að restarta aftur, system restore, uninstalla iTunes og QuickTime, fara í safe mode, ekkert virkar. Er eina lausnin að formatta?