Þannig er mál með vexti að ég er með vírusvörn sem heitir AVG Anti-Virus (eitthvað free edition). Ég veit ekki mikið um þessa vörn, er bara með hana af því að hún er ókeypis… svo hef ég verið að scanna tölvuna (svona full scan) og það kemur alltaf fullt af svona “Threats” upp og allskonar vírusar. Það stendur bara að þeir séu í tölvunni en þessi vírusvörn hún gerir ekkert við þá, þá er ég að meina eins og að setja þá í svona Virus Vault.

Er eitthvað sem ég get gert til að losna við þessa vírusa? (fyrir utan að hætta að skoða klám xD)
Og getur einhver bent mér á góða vírusvörn (helst ókeypis :P)