Ég er með Windows XP og það hefur alltaf virkað ágætlega þar til núna.
Ég er með bæði lyklaborðið og músina í USB og hefur það alltaf virkað ÞAR TIL NÚNA!!!

Ég slökkti á tölvunni í nótt því það kom einhver memory dump BSOD og svo núna í morgun þegar ég kveikti á henni kveikir hún alveg á sér og allt það en þegar það kemur login glugginn þá get ég ekki skrifað neitt né hreyft músina.

Ég prófaði að setja ps2 stykki á músina og hún byrjaði að virka en ég á ekkert ps2 stykki fyrir lyklaborðið.

Það sem ég skil ekki er AFHVERJU byrjar USB allt í einu ekki að virka?

Hafiði lennt í einhverju svipuðu og gætuð hjálpað mér með þetta. Ég er ógeðslega pirraður!

Btw. lyklaborðið virkar í MS-DOS (USB).<br><br>
<a href=“mailto:gaui@gaui.is”>gaui@gaui.is</a> / <a href="http://www.gaui.is">www.gaui.is</a
Gaui