Ok nú hefur skólinn minn misst sig og neyðir nemendur til að logga sig inn á domain til að nota internetið (fartölvur). Ég geri þetta en er í veseni með að nota allt það sama og í local accountinum. t.d. nota forrit sem eru á tölvunni en ekki á LANinu, hafa sömu windows stillingarnar, sömu my documents og allt. Ég vil eiginlega bara nota gamla accountinn á domaininu. Er þetta bara draumur eða er hægt að merge-a accountana?