Ég var að kaupa tölvu um daginn hjá kisildal,
nú fyrir stuttu var ég svo að setja hana upp og gerði þann bobba að setja upp skjákortsdriverinn upp á undan móðurborðsdrivernum,
ég hélt að ég hefði reddað því með því að hreinsa bara út driverana og setja upp á nýtt,
nema núna móðurborðið fyrst.
Svo fór ég bara í automatic update á skjákortsdrivernum en þegar ég fór í leik (cod4) þá er tölvan engann veginn að ráða við hann (10fps og choke)… þannig að ég spyr.
Gæti verið að ég þurfi bara að formatta alveg vegna driver draslsinns, á ég líka að gera update á móðurborðs drivernum (og þá hvar), eða er eitthvað annað að?

Bætt við 19. maí 2008 - 11:48
Ég er 90% viss um að tölvan skiptir ekki máli en ég monta mig þá bara:D

9600GT 512
intel core2duo 8400 3.0 ghz
Geil 2gb black dragon pc2-8500 DC
560w aflgjafi
ASUS P5N-D SLI