Þannig er málið að ég hef prufað að setja upp Xp nokkrum sinnum hjá mér og ég hef aldrei getað notað adslið mitt með því !
Þannig er málið að þegar ég er búinn að installa driverunum og svona fyrir modemið þá set ég upp Vpn eins og svo margir hafa sagt mér og einnig siminn-internet þegar ég hringdi þangað. Ég stilli netkortið mitt á 10.0.0.100 og subnet mask á 255.255.0.0, síðan stilli ég vpn á 10.0.0.138 og geri það sem ég á að gera í securitys settings sem ég man ekki í augnablikinu.
Það virðist bara sem að tölvan mín geti ekki pingað neinar ip tölur í windows sem byggt er á nt tækninni þ.e. 2000 og xp ég hef prufað að seta upp bæði stýrikerfin og sama vandamál hefur komið upp. Það eru margir sem eru búnir að reyna að finna hvað er að en ég er farinn að halda að þetta sé einhver galli í netkortinu, móbóinu eða modeminu ?? Ég er með Alcatel usb modem og Accton EN1207D netkort.
Ég hef prufað líka að setja upp Win 98, win 98se og win me á þessa tölvu og adslið virkar í þeim öllum.
Verð ég að halda mig við 98 :) sem hefur gengið hingað til mjög vel eða á ég að reyna við þetta einu sinni enn með hjálp ykkar ?